Mótun er ráðgjafafyrirtæki sem styður við stjórnendur í að efla vinnustaðamenningu og liðsheild á vinnustaðnum. Við sem stöndum á bakvið Mótun heitum Björn og Magnús. Fyrirtækið byggjum við úr traustum grunni áralangs samstarfs okkar. Báðir höfum við lokið meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskóla Reykjavíkur. Við höfum undanfarinn áratug unnið með teymi og liðsheildir – stórar sem smáar. Við höfum skipulagt starfsdaga, þjálfun starfsfólks, viðburði og verkefni í öllum regnbogans litum.
Við trúum því að enginn hópur sé eins. Hver hópur hefur sína eigin dýnamík og þarf að kanna bakgrunn hans vel áður en farið er af stað í að skipuleggja uppbrot af einhverju tagi. Þegar við höfum öðlast upplýsingar um hópinn þá hefjumst við handa við að klæðskerasauma dagskrá sem hentar viðkomandi starfssstað. Þar gætum við þess að byggja upp dagskrá sem hentar öllum einstaklingum innan hópsins – óháð aldri og líkamlegu atgervi. Þar reynir bæði á huga og hönd.

Björn á LinkedIn

